Skíðastrákar á fleygiferð

Elstu iðkenndur UÍA mættu á fyrsta bikarmót vetrarins núna um helgina á Siglufirði.

Þetta eru 14-15 ára og í þeim flokki á SKIS tvo keppendur og Fjarðabyggð einn en þeir keppa saman undir mekjum UÍA.

Mótið fór fram á Siglufirði og vegna veðurútlits á sunnudag var mótið allt keyrt á laugardegi og var dagurinn mjög langur.

Aron Steinn Halldórsson gerði frábæra ferð á mótið, sigraði í stórsvigi og var annar í sviginu eftir fyrri ferð en gerði ógilt í þeirri síðari.  

Bjartmari Pálma Björgvinssyni og Jóhanni Gísla Jónssyni hlekktist á í fyrri ferð bæði í svigi og í stórsvigi en kláruðu engu að síður sínar ferðir og stóðu sig vel.

Það er mikið framundan hjá þessum strákum í vetur, því auk heimamótanna eiga þeir eftir að fara á bikarmót á Akureyri í febrúar og í Stafdal í mars en um það mót sér Skíðafélagið í Stafdal. Unglingameistaramót Íslands verður síðan haldið í lok mars og þangað fara líka 12-13 ára iðkenndur frá SKIS og Fjarðabyggð og keppa undir nafni UÍA.

Að auki mun Aron Steinn fara á Toppolíno á Ítalíu í mars en þangað fara ár hvert þeir keppendur sem urðu hæstir í stigakeppni á bikarmótum og Andrés árið áður og er Aron fyrsti keppandi frá SKIS sem nær þeim árangri.

 

Hér á myndinni má sjá Aron Stein á fleygiferð í brekkunum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ