Skíðastrákar á fleygiferð

Elstu iðkenndur UÍA mættu á fyrsta bikarmót vetrarins núna um helgina á Siglufirði.

Þetta eru 14-15 ára og í þeim flokki á SKIS tvo keppendur og Fjarðabyggð einn en þeir keppa saman undir mekjum UÍA.

Mótið fór fram á Siglufirði og vegna veðurútlits á sunnudag var mótið allt keyrt á laugardegi og var dagurinn mjög langur.

Aron Steinn Halldórsson gerði frábæra ferð á mótið, sigraði í stórsvigi og var annar í sviginu eftir fyrri ferð en gerði ógilt í þeirri síðari.  

Bjartmari Pálma Björgvinssyni og Jóhanni Gísla Jónssyni hlekktist á í fyrri ferð bæði í svigi og í stórsvigi en kláruðu engu að síður sínar ferðir og stóðu sig vel.

Það er mikið framundan hjá þessum strákum í vetur, því auk heimamótanna eiga þeir eftir að fara á bikarmót á Akureyri í febrúar og í Stafdal í mars en um það mót sér Skíðafélagið í Stafdal. Unglingameistaramót Íslands verður síðan haldið í lok mars og þangað fara líka 12-13 ára iðkenndur frá SKIS og Fjarðabyggð og keppa undir nafni UÍA.

Að auki mun Aron Steinn fara á Toppolíno á Ítalíu í mars en þangað fara ár hvert þeir keppendur sem urðu hæstir í stigakeppni á bikarmótum og Andrés árið áður og er Aron fyrsti keppandi frá SKIS sem nær þeim árangri.

 

Hér á myndinni má sjá Aron Stein á fleygiferð í brekkunum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok