Heiðdís Sigurjónsdóttir valin íþróttamaður Hattar 2014
Þann 6. Janúar fór fram þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar með hefðbundnu sniði. Kyndlaganga lagði af stað kl 17:15 frá íþróttahúsinu og gengið var í Tjarnargarðinn þar sem brenna var tendruð. Áætlað er að um 250 manns hafi komið saman og var veður með besta móti. Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar setti athöfnina. Gunnlaugur Aðalbjarnarson, stjórnarmaður UÍA flutti stutt erindi og færði íþróttafélaginu gjöf í tilefni 40 ára afmælisins á síðasta ári.
Verðlaunaafhending íþróttamanna ársins var kynnt en það var Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs ásamt formanni Hattar, Davíð Þór Sigurðarsyni sem sáu um afhendinguna. Eftir afhendingu var síðan glæsileg flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði sá um að framkvæma og sönghópurinn Héraðsdætur sáu um söng.
Starfsmerki Hattar voru veitt í þriðja sinn en þau hljóta einstaklingar sem hafa unnið óeigingjarnt starf í þágu félagsins til lengri tíma.
Hafsteinn Jónasson hlýtur starfsmerki Hattar fyrir vinnu sína í þágu félagsins en hann hefur starfað sem formaður aðalstjórnar, setið í stjórn körfuboltadeildar í rúmlega 10 ár og gegnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum. Hafsteinn hlaut starfsmerki UÍA 2012.
Elín Sigríður Einarsdóttir hlýtur starfsmerki Hattar fyrir vinnu og stjórnarsetu en hún hefur meðal annars gegnt formannstöðu hjá fimleikadeild og skíðadeild. Einnig hefur hún setið í stjórn frjálsíþróttadeildar og verið virkur þáttakenda í foreldrastarfi ýmissa deilda. Einnig hefur Elín verið skoðunarmaður reikninga fyrir stjórnir innan Hattar.
Íþróttamaður Hattar árið 2014 var fótboltakonan, Heiðdís Sigurjónsson.
Heiðdís stóð sig vel í sumar með meistaraflokksliði Hattar og var fyrirliði liðsins. Hún lék 5 leiki með U19 landsliði Íslands. Hún á fast sæti í landsliðinu sem tryggði sér þátttökurétt í milliriðli fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Ísrael.
Í öðrum greinum voru eftirtaldir einstakilngar fyrir valinu þetta árið.
Blakmaður : Guðjón Hilmarsson
Fimleikamaður: Kristinn Már Hjaltason
Frjálsíþróttamaður : Atli Pálmar Snorrason
Knattspyrnumaður : Heiðdís Sigurjónsdóttir
Körfuboltamaður : Hreinn Gunnar Birgisson