Eva Dögg Jóhannsdóttir íþróttamaður Vals

UMF Valur útnefndi íþróttamann félagsins við hátíðlega athöfn eftir  Aðalsteinsglímuna þann 27. desember síðastliðinn. Að auki voru heiðraðir íþróttamenn og konur sem þykja skara framúr í sínum greinum, og sinna æfingum af kappi.

Viðurkenningar fyrir bestu mætingu hlutu:

Frjálsar íþróttir:  Kristín Embla Guðjónsdóttir, Brettaíþróttir:  Sóley Katrín Heiðarsdóttir, Skíði og knattspyrna kvk: Halldóra Birta Sigfúsdóttir, Knattspyrna kk:  Jóel Freyr Jóhannsson, Körfubolti kvk:  Marta Guðlaug Svavarsdóttir og kk:  Bóas Kár Garski Ketilsson, Glíma kvk:  Nikólína Bóel Ólafsdóttir og kk:  Jónas Þórir Þrastarson.

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu sem efnilegustu íþróttamenn í greinum sínum:

Frjálsar íþróttir:  Fanney Ösp Guðjónsdóttir, Brettaíþróttir:  Bergdís Steinþórsdóttir, Skíði og knattspyrna kvk: Hafdís Ágústsdóttir, Knattspyrna kk:  Marteinn Már Sverrisson, Körfubolti kvk:  Guðrún Edda Gísladóttir og kk:  Jóel Freyr Jóhannsson, Glíma kvk:  Bylgja Rún Ólafsdóttir og kk:  Hjörtur Elí Steindórsson.

Þeir sex einstaklingar sem tilnefndir voru af þjálfurum og ráðum til íþróttamanns Vals voru:

Reynir Birgisson - bretti (vantar á myndina)

Daði Þór Jóhannsson - frjálsar

 

Alexandra Elíasdóttir - skíði

Elín Huld Sigurðardóttir - knattspyrna

Ágúst Halldór Viðarsson - körfubolti

Eva Dögg Jóhannsdóttir - glíma

Þau eru öll mjög fær í sínum íþróttum, hlotið titla, eru góðar fyrirmyndir og stolt okkar allra.  Við fylgjumst grant með þeim í framtíðinni.

Titilinn hlaut Evu Dögg Jóhannsdóttur glímukonu í skaut en hún var einnig valin íþróttamaður Fjarðabyggðar á dögunum og glímukona ársins af Glímusambandi Íslands .  Stórkosleg íþróttakona þar á ferð.


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ