Formaður UÍA fékk viðurkenningu fyrir æskulýðsstarf

Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, hlaut nýverið viðurkenningu á vefum æskulýðsráðs fyrir starf sitt en verðlaunin voru þá afhent í fyrsta sinn.

Veittar voru viðurkenningar í þremur flokkum. Viðurkenning Gunnars var til ungs fólks sem lagt hefur alúð við þátttöku sína í æskulýðsstarfi eða nýtt reynslu síðan úr því á öðrum sviðum þjóðlífsins.

Í rökstuðningi ráðsins segir að Gunnar hafi komið „víða við í margskonar félagsstarfi innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar, tekið virkan þátt í æskulýðsstarfi á Austurlandi – í sinni heimabyggð, á landsvísu og í norðurlandasamstarfi. Auk þess hefur hann verið virkur í félagslífi á öllum skólastigum og gengt trúnaðarstörfum fyrir félagasamtök.“

Gunnar hefur verið formaður UÍA frá árinu 2012 en hann tók sæti í stjórn sambandsins árið 2005. Áður var hann formaður UMF Þristar frá 2004-2007.

Gunnar á einnig sæti í stjórn Ungmennafélags Íslands og hefur setið í ýmsum nefndum á vegum samtakanna, meðal annars varastjórn norrænu samtakanna NSU frá 2012-2014.

Í rökstuðningi ráðsins var bent á að Gunnar hefði einnig tekið þátt í störfum nemendafélaga og stjórnmálastarfi og nýtt þekkingu sína úr ungmennafélagsstarfi í atvinnulífinu.

Viðurkenning fyrir nýsköpun eða þróun í æskulýðsstarfi féll í skaut Hins hússins fyrir Músiktilraunir, sem í gegnum tíðina verið einn aðalvettvangur ungs fólks til að koma tónlist sinni á framfæri.

Þá hlaut Ólafur Proppé viðurkenningu fyrir ævistarf. Hann var prófessor og síðar rektor við Kennaraháskóla Íslands, hefur sinnt fjölmörgum trúnaðar- og forustustörfum fyrir skátahreyfinguna frá unga aldri og verið í forustu björgunarmála á Íslandi.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok