Fundur um fjölmiðlamál og íþróttahreyfinguna sendur út á netinu

Á morgun fimmtudaginn 4. desember mun ÍSÍ bjóða upp á hádegisfund í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal um fjölmiðlamál og hefst fundurinn kl.12:00. Umfjöllunarefnið er fjölmiðlafulltrúi,  fjölmiðlatengsl og markvisst kynningarstarf. Fundurinn er opin öllum áhugasömum og gagnast sérstaklega þeim aðilum sem vinna við kynningarstarf í íþróttafélögum, héruðum eða í sérsamböndum.

 

Ómar Smárason leyfis- og markaðsstjóri KSÍ mun leiða okkur í sannleika um hvað fjölmiðlafulltrúi sérsambands/héraðssambands/félags gerir, hvernig hann kemst að í fjölmiðlum og hvernig setja á fram efni svo að eitthvað sé nefnt. Áður var auglýst að Eggert Skúlason mundi ræða um hvernig vinna á fréttatilkynningu, hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hvenær er  tilefni til að setja upp blaðamannafund en hann forfallaðist vegna veikinda og mun Viðar Garðarsson koma í hans stað. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verður fundurinn sendur út á netinu. Hér er linkur á netútsendinguna https://get.netviewer.com/meet/join.php?sinr=217243&sipw=nv64

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ