Fundur um fjölmiðlamál og íþróttahreyfinguna sendur út á netinu

Á morgun fimmtudaginn 4. desember mun ÍSÍ bjóða upp á hádegisfund í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal um fjölmiðlamál og hefst fundurinn kl.12:00. Umfjöllunarefnið er fjölmiðlafulltrúi,  fjölmiðlatengsl og markvisst kynningarstarf. Fundurinn er opin öllum áhugasömum og gagnast sérstaklega þeim aðilum sem vinna við kynningarstarf í íþróttafélögum, héruðum eða í sérsamböndum.

 

Ómar Smárason leyfis- og markaðsstjóri KSÍ mun leiða okkur í sannleika um hvað fjölmiðlafulltrúi sérsambands/héraðssambands/félags gerir, hvernig hann kemst að í fjölmiðlum og hvernig setja á fram efni svo að eitthvað sé nefnt. Áður var auglýst að Eggert Skúlason mundi ræða um hvernig vinna á fréttatilkynningu, hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hvenær er  tilefni til að setja upp blaðamannafund en hann forfallaðist vegna veikinda og mun Viðar Garðarsson koma í hans stað. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og verður fundurinn sendur út á netinu. Hér er linkur á netútsendinguna https://get.netviewer.com/meet/join.php?sinr=217243&sipw=nv64

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok