Árleg bókaveisla Egils rauða á Norðfirði
UMF. Egill Rauði, í samstarfi við Samvinnufélag Útgerðarmanna (SÚN), Síldarvinnsluna og Safnastofnun Fjarðabyggðar, býður til sannkallaðrar bókaveislu á Norðfirði sunnudaginn 30. nóvember og mánudaginn 15. desember næstkomandi.
Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:00 verður boðið í Safnahúsið í Neskaupstað þar sem eftirtaldir rithöfundar lesa úr verkum sínum: Þórarinn Eldjárn - Fuglaþrugl og naflakrafl og Tautar og raular, Soffía Bjarnadóttir - Segulskekkja, Kristín Eiríksdóttir - KOK
Gyrðir Elíasson - Koparakur og Lungnafiskarnir, Gísli Pálsson - Maðurinn sem stal sjálfum sér.
Auk ofangreindra rithöfunda verða með í för 5 austrsk skáld og þýðendur:
Stefán Bogi, Hrafnkell Lárusson, Kristian Guttesen og Sigga Lára Sigurjónsdóttir.
Á milli upplestra munu norðrskir tónlistarmenn seiða fram létt jólalög.
Þá mun Pjetur kaupmaður í Tónspil vera með áðurgreindar bækur til sölu á staðnum.
Boðið verður upp á veitingar í Safnahúsinu og aðgangur er ókeypis.
Þá munu eftirtaldir rithöfundar heimsækja Nesskóla
og lesa úr verkum sínum þann 15. desember næstkomandi:
Gunnar Helgason - Gula spjaldið í Gautaborg
Þorgrímur Þráinsson - Hjálp
Sigrún Eldjárn - Draugagangur á Skuggaskeri
Bryndís Björgvinsdóttir - Hafnrðingabrandarinn
Þau munu svo árita bækur sínar í Tónspil kl. 13:30 sama dag fyrir þá sem vilja.