Árleg bókaveisla Egils rauða á Norðfirði

UMF. Egill Rauði, í samstarfi við Samvinnufélag Útgerðarmanna (SÚN), Síldarvinnsluna og Safnastofnun Fjarðabyggðar, býður til sannkallaðrar bókaveislu á Norðfirði sunnudaginn 30. nóvember og mánudaginn 15. desember næstkomandi.

Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:00 verður boðið í Safnahúsið í Neskaupstað þar sem eftirtaldir rithöfundar lesa úr verkum sínum: Þórarinn Eldjárn - Fuglaþrugl og naflakrafl og Tautar og raular, Soffía Bjarnadóttir - Segulskekkja, Kristín Eiríksdóttir - KOK

Gyrðir Elíasson - Koparakur og Lungnafiskarnir, Gísli Pálsson - Maðurinn sem stal sjálfum sér.

Auk ofangreindra rithöfunda verða með í för 5 austrsk skáld og þýðendur:

Stefán Bogi, Hrafnkell Lárusson, Kristian Guttesen og Sigga Lára Sigurjónsdóttir.

Á milli upplestra munu norðrskir tónlistarmenn seiða fram létt jólalög.

Þá mun Pjetur kaupmaður í Tónspil vera með áðurgreindar bækur til sölu á staðnum.

Boðið verður upp á veitingar í Safnahúsinu og aðgangur er ókeypis.

Þá munu eftirtaldir rithöfundar heimsækja Nesskóla

og lesa úr verkum sínum þann 15. desember næstkomandi:

Gunnar Helgason - Gula spjaldið í Gautaborg

Þorgrímur Þráinsson - Hjálp

Sigrún Eldjárn - Draugagangur á Skuggaskeri

Bryndís Björgvinsdóttir - Hafnrðingabrandarinn

Þau munu svo árita bækur sínar í Tónspil kl. 13:30 sama dag fyrir þá sem vilja.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok