Austri Bikarmeistari Austurlands í sundi
Hin árlega bikarkeppni UÍA í sundi fór fram á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag. Tæplega 100 keppendur á aldrinum 6-16 ára, frá 6 sunddeildum á Austurlandi, mættu til leiks og kepptust við að safna inn stigum fyrir sitt félag. Bikarmótið er stigamót þar sem að stigahæsta liðið hlýtur titilinn Bikarmeistari Austurlands. Gestgjafnarnir í Neista hafa löngum verið sigursælir á þessu móti, en mörg félög rennt hýru auga til bikarsins góða. Það fór svo að Austri batt enda á samfellda sigurgöngu Neista og sigraði í heildarstigakeppninni með 311 stig, í öðru sæti var Höttur með 245 stig. Í stigakeppni stúlkna sigraði Austri einnig með 167 stig en í stigakeppni pilta varð lið Hattar hlutskarpast með 85 stig.
Úrslit mótsins má sjá hér
Myndir af mótinu má finna á facebooksíðu UÍA