Austri Bikarmeistari Austurlands í sundi

Hin árlega bikarkeppni UÍA í sundi fór fram á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag. Tæplega 100 keppendur á aldrinum 6-16 ára, frá 6 sunddeildum á Austurlandi, mættu til leiks og kepptust við að safna inn stigum fyrir sitt félag. Bikarmótið er stigamót þar sem að stigahæsta liðið hlýtur titilinn Bikarmeistari Austurlands. Gestgjafnarnir í Neista hafa löngum verið sigursælir á þessu móti, en mörg félög rennt hýru auga til bikarsins góða. Það fór svo að Austri batt enda á samfellda sigurgöngu Neista og sigraði í heildarstigakeppninni með 311 stig, í öðru sæti var Höttur með 245 stig. Í stigakeppni stúlkna sigraði Austri einnig með 167 stig en í stigakeppni pilta varð lið Hattar hlutskarpast með 85 stig.

 

Úrslit mótsins má sjá hér

Myndir af mótinu má finna á facebooksíðu UÍA

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok