Fimleikafólk á ferð og flugi

Það hefur verið mikið um að vera hjá fimleikafólki Hattar undanfarnar helgar. Íslandsmótið í stökkfimi fór fram í Keflavík 15.-16. nóvember og þar átti fimleikadeild Hattar myndarlegan hóp.

Á stökkfimimóti er keppt á trampólíni með og án hests og á stökkgólfi bæði í stökkum sem eru gerð fram og afturábak.

Tuttugu og einn keppandi fór frá fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum.  Voru þetta bæði  drengir og stúlkur sem æfa hjá fimleikadeildinni.

Keppendur stóðu sig vel á mótinu og náðu frábærum einkunnum og þá sérstaklega fyrir framkvæmd æfinga.

 

Helstu árangrar okkar fólks voru eftirfarandi:

Stúlkur 13 ára - B deild

Trampólín

2 sæti Soffía Mjöll Thandrup Höttur

Stúlkur 9 ára - B deild

Trampólín

2 sæti Þóra Jóna Þórarinsdóttir  Höttur

5 sæti Katrín Edda Jónsdóttir Höttur

Drengir 9-12 ára -  B deild

Trampólín

1 sæti Alvar Logi Helgason Höttur

2 sæti Almar Aðalsteinsson Höttur

3 sæti Axel Már Guðmundsson Höttur

Dýna 9-12 ára - B deild

2 sæti Alvar Logi Helgason Höttur

3 sæti Eiður Kristinsson Höttur

Samanlögð einkunn

1 sæti Alvar Logi Helgason Íslandsmeistari

3 sæti Axel Már Guðmundsson

4 sæti Alex Logi Georgsson

Drengir 9-12 ára - A deild

í þessum flokki var Gunnþór Elís Georgsson í fyrsta sæti á

öllum áhöldum og Íslandsmeistari í þessum flokk.

Mótið var hið glæsilegasta, gaman að fara á mót til Keflavikur sem endaði með

fimleikaæfingu í glæsilegu fimleikahúsi Keflavíkur.

 

Helgina eftir  var Haustmót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum haldið á Selfossi.

Fimleikadeild Hattar sendi  22 keppendur eða 2 lið sem kepptu í 4 flokki 10-11 ára og í 3 flokki 12-13 ára.

Í lok keppni á haustmóti er liðunum raðað í A deild og B deild eftir einkunnum mótsins.

Haustmótið var fjölmennt mót og mikil keppni í gangi.

Hattarkrökkunum gekk mjög vel og náðu bæði liðin í A deild.

4.flokkurinn varð í 5 sæti af 14 liðum og verður því í A deild.

3.flokkurinn varð í 3 sæti af 17 liðum og verður því í A deild í vetur.

Iðkendur okkar fluttu sig yfir til Gerplu á sunnudeginum eftir vel lukkað mót og tóku tveggja daga æfingabúðir hjá Gerplu enda aðstaðan þar afar góð.

 

Myndir af fimleikakrökkunum, má sjá á facebook síðu UÍA

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok