Góðum grönnum færðar afmæliskveðjur
Vinir okkar og grannar í HSÞ fögnuð 100 ára afmæli sínu á Laugum í gær. Margt var um manninn og mikið um dýrðir. Auk heiðranna og heillaóska ýmiskonar var boðið uppá glímusýningu, þjóðdansa, kórsöng og glæsilega sögusýningu, þar sem kenndi ýmissa grasa úr starfi félagsins gegnum tíðina.
Formaður og framkvæmdastýra UÍA sóttu HSÞ heim af þessu tilefni og færðu þeim góðar kveðjur og fallega mynd sem silfurmaðurinn okkar og málarinn Vilhjálmur Einarsson sérvaldi úr safni sínu, af þessu tilefni.
Til hamingju með árin ykkar 100 góðu grannar, óskum ykkur áframhaldandi velfarnaðar í starfi og takk fyrir höfðinglegar móttökur.
Á myndinni hér til hliðar má sjá Jóhönnu Kristjánsdóttur formann HSÞ veita myndinni viðtöku.