Forysta ÍSÍ heimsækir Austurland

Forysta ÍSÍ er á þeysireið um Austurland í dag með það það markmiði að  kynnast starfi og starfsumhverfi íþróttafélaganna hér og skoða íþróttamannvirki á Austurlandi.

Þau Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Gunnar Bragason gjaldkeri og skrifstofustjórarnir Viðar Sigurjónsson og Halla Kjartansdóttir hófu yfirreið sína á Djúupavogi í morgunn en leið þeirra mun einnig liggja um Stöðvarfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð, Neskaupstað og Egilsstaði. 

Formönnum og öðrum félagsmönnum félaganna, á þeim stöðum sem ÍSÍ heimsækja gefst kostur á að hitta á þau í sinni heimabyggð, í tengslum við heimsóknir þeirra í íþróttamannvirkin, og ræða málin.

Í kvöldið kl 20:30 verður opinn spjallfundur á skrifstofu UÍA þar sem fforysta ÍSÍ munu sitja fyrir svörum um starf og verkefni ÍSÍ, samskipti og samstarf við íþróttafélögin hér eystra og hvað annað sem fundarmenn vilja ræða. Hægt verður að sitja fundinn í gegnum fundarsímann 7557755 fundarnúmer 4711353

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ