Sprettur Afrekssjóður; haustúthlutun, reglubreytingar og hærri styrkir

UÍA auglýsir eftir styrkumsóknum í Sprett Afrekssjóð UÍA og Alcoa, umsóknarfrestur er til 10. október.

Sjóðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009 og veitt fjölda mörgum íþróttamönnum, þjálfurum og félögum á Austurlandi styrki til góðra verka. Alcoa sem leggur til sjóðsfé í Sprett hefur nú hækkað framlag sitt um eina miljón og eru því eru 2,3 milljónum króna veitt úr sjóðnum árlega Að auki hlýtur íþróttamaður UÍA styrk úr sjóðnum ár hvert. Af þessum sökum hefur reglum sjóðsins verið breytt lítillega og styrkupphæðir hækkaðar.

 

Helstu breytingar á reglum eru þessar:

Afreks- og iðkendastyrkir eru nú ætlaðir iðkendum frá 12-20 ára en áður var lágmarksaldur ekki tilgreindur og hámarksaldur var 18 ára.
Fjórir afreksstyrkir verða veittir ár hvert, að hausti, í stað þriggja og hækkar hámarksupphæð afreksstyrkja úr 100.000 kr í 150.000 kr

Hámarksupphæð iðkendastyrkja eru nú 75.000 kr í stað 50.000 kr

Hámarksupphæðir félaga- og þjálfarastyrkja haldast áfram 100.000 kr en alls verður 400.000 kr veitt árlega í þjálfarastyrki í stað 300.000 kr áður. Auk þess sem nefndinni er nú heimilt að flytja fjármagn milli flokkanna félaga- og þjáflarastyrkir því oft á tíðum skarast umsóknir í þessa tvo flokka.

Í reglum kveður nú á um að hver umsækjandi geti alla jafna aðeins hlotið styrk úr Spretti einu sinni á hverju styrktarári, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi.

Framlag til íþróttamanns UÍA hækkar um helming úr 100.000 kr í 200.000 kr.

Umsækendur er beðnir að kynna sér reglur sjóðsins vel og vanda til verka við umsóknir, því ítarlega og góð umsókn eykur líkurnar á að styrkur fáist.

Fjögurra manna úthlutunarnefnd fer yfir þær umsóknir sem í sjóðinn berast, hana skipa fyrir hönd Alcoa Dagmar Ýr Stefánsdóttir og Hilmar Sigurbjörnsson og fyrir hönd UÍA Hreinn Halldórsson og Helga Jóna Jónasdóttir.

Allar frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna hér á síðunni undir SPRETTUR.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ