Mikil golfhelgi framundan
Mikið verður um að vera fyrir golfara á öllum aldri um helgina, en þá fara fram tvö golfmót hér eystra.
Haustmót GKF og BYKO fer fram á laugardaginn 6. september á Kolli Reyðarfirði.
Þar verður vafalaust sýnd mikil tilþrif og verðlaun í boði fyrir eitt og annað s.s. punktakeppni með forgjöf, höggleik án forgjafar og fyrir högg næst holu og lengsta teighögg.
Nánari upplýsingar og skráning á www.golf.is eða hjá Sigurjóni í 843-8883.
Á sunnudaginn 7. september stendur Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs fyrir
Barna- og unglingamóti Alcoa Fjarðaáls og GFH og hefst það kl. 10.00.
Keppt verður í þremur flokkum ef næg þátttaka fæst.
Leiknar verða 9 holur og keppt verður samkvæmt punktakeppnisfyrirkomulagi.
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.
Golfkennari verður á staðnum og gefur ráðleggingar.
Foreldrar hvattir til að koma og fylgjast með og ganga hringinn.
Eftir mót grillum við svo pylsur.
Skráning fer fram á golf.is og hjá Kára í síma 867-2715 og
Þóri í síma 861-2500.
Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku, og vonast mótshaldarar til að sjá sem flesta.