Mikil golfhelgi framundan

Mikið verður um að vera fyrir golfara á öllum aldri um helgina, en þá fara fram tvö golfmót hér eystra.

Haustmót GKF og BYKO fer fram á laugardaginn 6. september á Kolli Reyðarfirði.

Þar verður vafalaust sýnd mikil tilþrif og verðlaun í boði fyrir eitt og annað s.s. punktakeppni með forgjöf, höggleik án forgjafar og fyrir högg næst holu og lengsta teighögg.

Nánari upplýsingar og skráning á www.golf.is eða hjá Sigurjóni í 843-8883.


Á sunnudaginn 7. september stendur Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs fyrir

Barna- og unglingamóti Alcoa Fjarðaáls og GFH og hefst það kl. 10.00.

Keppt verður í þremur flokkum ef næg þátttaka fæst.

Leiknar verða 9 holur og keppt verður samkvæmt punktakeppnisfyrirkomulagi.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Golfkennari verður á staðnum og gefur ráðleggingar.

Foreldrar hvattir til að koma og fylgjast með og ganga hringinn.

Eftir mót grillum við svo pylsur.

Skráning fer fram á golf.is og hjá Kára í síma 867-2715 og

Þóri í síma 861-2500.

Ekki þarf að greiða fyrir þátttöku, og vonast mótshaldarar til að sjá sem flesta.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok