Greinamót UÍA og HEF: Úrslit
Þriða og síðasta greinamót UÍA og HEF fór fram í gær, þriðjudaginn 19. ágúst. Greinamótið var jafnframt styrktarmót fyrir duglegann frjálsíþróttakappa, hann Daða Fannar Sverrisson en hann lennti í bílslysi nú í sumar. Þátttökugjöld og frjáls framlög áhorfenda renna óskipt til Daða til þess að hjálpa honum á batavegi sínum, en í gær söfnuðust rúmar 100.000 krónur og vonum við að það nýtist Daða sem best. Hægt er að styrkja Daða Fannar með því að leggja inn á styrktarreikning 0175-05-070500 kt. 220772-3229
Til að krydda upp á mótið þá var boðið upp á furðufataboðhlaup og tóku alls 10 lið þátt í boðhlaupinu þar sem 4 voru saman í liði. Boðhlaupið var æsispennandi en var það liðið Sundhetturnar sem bar sigur úr bítum varðandi frumlegasta klæðaburðinn.
Í lok mótsins voru veitt verðlaun fyrir stigahæðstu einstaklingana, þar sem stig voru tekin saman úr greinamótunum þrem sem hafa farið fram í sumar.
Þeir sem fengu verðlaun voru:
11 ára strákar: Andri Björn Svansson með 41 stig
11 ára stúlkur: Ester Rún Jónsdóttir með 60 stig
12-13 ára strákar: Elís Alexander Hrafnkelsson með 63 stig
12-13 ára stúlkur: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með 63 stig
14-15 ára strákar: Daði Þór Jóhannsson með 59 stig
14-15 ára stúlkur: Eyrún Gunnlaugsdóttir með 58 stig
16+ Karlar: Mikael Máni Freysson með 60 stig
16+ konur: Helga Jóna Svansdóttir með 63 stig