Greinamót UÍA og HEF: Úrslit

Þriða og síðasta greinamót UÍA og HEF fór fram í gær, þriðjudaginn 19. ágúst. Greinamótið var jafnframt styrktarmót fyrir duglegann frjálsíþróttakappa, hann Daða Fannar Sverrisson en hann lennti í bílslysi nú í sumar. Þátttökugjöld og frjáls framlög áhorfenda renna óskipt til Daða til þess að hjálpa honum á batavegi sínum, en í gær söfnuðust rúmar 100.000 krónur og vonum við að það nýtist Daða sem best. Hægt er að styrkja Daða Fannar með því að leggja inn á styrktarreikning 0175-05-070500 kt. 220772-3229

Til að krydda upp á mótið þá var boðið upp á furðufataboðhlaup og tóku alls 10 lið þátt í boðhlaupinu þar sem 4 voru saman í liði. Boðhlaupið var æsispennandi en var það liðið Sundhetturnar sem bar sigur úr bítum varðandi frumlegasta klæðaburðinn.

Í lok mótsins voru veitt verðlaun fyrir stigahæðstu einstaklingana, þar sem stig voru tekin saman úr greinamótunum þrem sem hafa farið fram í sumar. 
Þeir sem fengu verðlaun voru:

11 ára strákar: Andri Björn Svansson með 41 stig
11 ára stúlkur: Ester Rún Jónsdóttir með 60 stig
12-13 ára strákar: Elís Alexander Hrafnkelsson með 63 stig
12-13 ára stúlkur: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með 63 stig
14-15 ára strákar: Daði Þór Jóhannsson með 59 stig
14-15 ára stúlkur: Eyrún Gunnlaugsdóttir með 58 stig
16+ Karlar: Mikael Máni Freysson með 60 stig
16+ konur: Helga Jóna Svansdóttir með 63 stig

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok