Hörkukeppni, góðgerðir og búningaboðhlaup á Greinamóti UÍA og HEF

Úrslit ráðast í mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum á morgun. En þá fer þriðja og síðasta mót sumarsins fram á Vilhjálmsvelli og hefst kl 18:00.

Keppt verður í sleggjukasti, þrístökki, 60/80/100/110 m grindahlaupi og 200 m hlaupi í flokkum 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.

Að auki verður boðið uppá keppni í 4x100 m boðhlaupi í blönduðum kynja- og aldursflokkum. Boðhlaupið gildir ekki til stiga en þarf verða veitt verðlaun fyrir þá sveit sem þykir skarta frumlegustu og flottustu búningunum.

Þátttökugjald á mótið er 500 kr og rennur það óskipt til Daða Fannars Sverrissonar, frjálsíþróttakappa með meiru, en hann slasaðist illa í bílveltu fyrir skemmstu. Við hvetjum við alla sem vilja styðja við bakið á Daða Fannari að mæta á völlinn. Hægt verður að skrifa, bata- og baráttukveðjur til Daða og fjölskyldu hans, í þar til gerða bók sem verður á staðnum.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt á mót en vilja engu að síður leggja Daða Fannari lið má benda á að stofnaður hefur verið styrktarreikningur fyrir hann og fjölskyldu hans 0175-05-070500 kt 220772-3229.

Keppni í mótaröðinni hefur verið spennandi í sumar og víða mjótt á munum, því má búast við hörku keppni á morgun.

Staðan í mótaröð eftir tvö mót:

11 ára stúlkur

Ester Rún Jónsdóttir Þróttur 42

Diljá Ósk Snjólfsdóttir Neisti 20

Guðný Ósk Maríasdóttir Þróttur 16

Sóley Katrín Heiðarsdóttir Valur 15

11 ára strákar

Andri Björn Svansson Höttur 41

Sveinbjörn Fróði Magnússon Höttur 16

12-13 ára stelpur

Áslaug Munda Gunnlaugsd Höttur 39

Fanney Guðjónsdóttir Valur 18

Lára Guðnadóttir Höttur 15

Kolbrún Björk Jónasdóttir Súlan 15

Dýrunn Elín Jósefsdóttir Súlan 15

Ásdís Hvönn Jónsdóttir Höttur 13

Ísabella Nótt Ómarsdóttir Neisti 11

Hafdís Guðlaugsdóttir Höttur 9

Dagbjört Li Bryngeirsdóttir Valur 7

Kristín Rún Ólafsdóttir Höttur 2

12-13 ára strákar

Elís Alexander Hrafnkellsson Höttur 42

Julius Mourad Leiknir 33

Hinrik Logi Árnason Höttur 14

 

14-15 ára stelpur

Eyrún Gunnlaugsdóttir Höttur 38

Magnea Petra Heimisdóttir Höttur 26

Erla Viktoría Hrafnkellsdóttir Höttur 22

Kristín Guðjónsdóttir Valur 17

Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir Höttur 7

Emblu Ósk Tjörvadóttur Höttur 6

 

14-15 ára strákar

Steingrímur Örn Þorsteinsson Höttur 47

Daði Þór Jóhannsson Leiknir 36

Konur 16+

Helga Jóna Svansdóttir Höttur 40

Hrefna Ösp Heimisdóttir Höttur 39

Guðrún Birta Hafsteinsdóttir Höttur 13

Signý Þrastardóttir Höttur 8

Lovísa Hreinsdóttir Höttur 6

 

Karlar 16+

Atli Pálmar Snorrason Höttur 39

Daði Fannar Sverrisson Höttur 38

Mikael Máni Freysson Þristur 37

Atli Geir Sverrisson Höttur 9

Örvar þór Guðnason Höttur 6

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ