Tour de Ormurinn 2014: Úrslit

Tour de Ormurinn var ræstur klukkan 9:00 í morgun. Þátttakan var góð, alls 31 keppandi. Brautarmet voru sett í 68 km og 103 km hringnum en Elías Níelsson á nýja metið í 68 km hringnum á tímanum 2:08:45,52 klst. og Stefán Gunnarsson setti brautarmet í 103 km á tímanum 3:47:37,67. Nú í ár keppti í fyrsta skipti kona í 103 km hringnum en það var hún Guðrún Sigurðardóttir sem braut ísinn.

 

 

68 km karlar
1. Elís Níelsson 2:08:45,52 - Brautarmet
2. Hafliði Sævarsson 2:20:41,83
3. Stefán Helgi Garðarsson 2:26:57,55

68 km konur
1. Eyrún Björnsdóttir 2:44:43,21
2. Jóhanna Malen Skúladóttir 4:31:58,02

103 km karlar
1. Stefán Gunnarsson 3:47:37, 67 - Brautarmet
2. Þórarinn Sigurbergsson 3:47:48,36
3. Þórhallur Kristjánsson 4:00:15,49

103 km konur
1. Guðrún Sigurðardóttir 4:23:33:17

Liðakeppni 68 km
1. Lið mannvits 2:53:55,30
2. Mihal, Janek, Erla 2:58:49,92
3. Heiðar, Svanur, Björn 3:08:29:52


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ