UMFB Launaflsbikarmeistari 2014

Ungmennafélag Borgarfjarðar tryggði sér í dag sigur í bikarkeppni UÍA og Launafls með 0-7 sigri á Val á Reyðarfirði. Borgfirðingar fóru þar með upp í 18 stig sem þýðir að hvorki Spyrnir né BN geta náð þeim en þau mætast í hreinum úrslitaleik um annað sætið á morgun.

Borgfirðingar voru 0-2 yfir í dag en tóku öll völd í seinni hálfleik. Sigur þeirra hefði getað orðið stærri en þeir misnotuðu vítaspyrnu undir lokin.

Andri Guðlaugsson, Hallgrímur Ingi Ólafsson, Stefán B. Andrésson, Bergvin Snær Andrésson, Bragi Emilsson, Sæbjörn Guðlaugsson og Sveinn Hugi Jökulsson skoruðu mörk Borgfirðinga í dag.

Borgfirðingar tóku forustu í deildinni með 3-2 sigri á Spyrni í svokölluðum Bræðsluleik síðustu helgina í júlí og létu hana aldrei af hendi. Fimm lið tóku þátt í keppninni í ár.

Óttar Már Kárason, sem jafnframt var valinn leikmaður mótsins, tók við bikarnum úr hendi Svans Freys Árnasonar, fulltrúa Launafls.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ