Framundan hjá UÍA

Nú fer sumarið að líða undir lok en nóg er þó um að vera hjá UÍA í ágúst mánuði.

  • Meistaramót Íslands fyrir krakka á aldrinum 11-14 ára fer fram á Akureyri dagana 16.-17. ágúst. Iðkendum er bent á að hafa samband við þjálfarana sína ef þeir hafa áhuga á því að keppa á mótinu.

  • Þriðja og síðasta greinamót UÍA og HEF verður haldið á Vilhjálmsvelli þriðjudaginn 19. ágúst klukkan 18:00. Keppt verður í 80m,100m og 110m grindarhlaupi. 200m hlaupi, þrístökki og sleggju. Þátttökukostnaður er 500 krónur en ágóði af mótinu rennur til Daða Fannars Sverrissonar til þess að hjálpa honum á batavegi sínum.

  • Sprett Sporlanga leikar verða haldnir miðvikudaginn 20. ágúst, þar geta krakkar yngri en 10 ára komið og spreytt sig í hinum ýmsum greinum. Leikarnir byrja klukkan 18:00 og greinarnar sem boðið er upp á eru: Þrístökk, spretthlaup, boltakast, langstökk, hástökk og grindahlaup.

Sjálfboðaliða vantar til þess að aðstoða við greinamótið sem og Sprett Sporlanga leikana, endilega látið vita á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353 ef þið hafið tök á því að vera með.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ