Unglingalandsmót: Föstudagur
17. unglingalandsmót UMFÍ var sett á Sauðárkróki í gær, föstudaginn 1. ágúst. Á mótssetingunni var mikið glens og grín þar sem Auðunn Blöndal sá um að skemmta lýðnum. Mótssetning hóst á því að öll liðin gengu inn á völlin í skrúðgöngu þar voru keppendur UÍA aðrir í röðinni og voru þeir UÍA til sóma. Þórunn Antonía og Sverrir Bergman sungu fyrir hátíðargesti en toppurinn var þó þegar tilkynnt var að unglingalandsmótið 2017 verður haldið á Egilsstöðum.
Keppendur UÍA stóðu sig allir með prýði og erum við stollt af því að sjá þau skemmta sér vel á Sauðárkróki.
Úrslit úr frjálsíþróttakeppninni á föstudeginum má finna hér : http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2316D1.htm
Þeir keppendur sem komust á verðlaunapall fyrir hönd UÍA eru:
Hástökk Piltar 16-17 ára
3.-4. sæti Mikael Máni Freysson
100 m Piltar 14 ára
3. sæti Steingrímur Örn Þorsteinsson
Langstökk Piltar 11 ára
3. sæti Mikael Viðar Elmarsson
800 m. Stúlkur 16-17 ára
1. sæti Hrefna Ösp Heimisdóttir
2. Hekla Liv Maríasdóttir
Langstökk Piltar 14 ára
1. sæti Steingrímur Örn Þorsteinsson
3. Sæti Daði Þór Jóhansson
600 m. Stúlkur 13 ára
1. sæti Halla Helgadóttir
600 m. Stúlkur 11 ára
3. sæti Ester Rún Jónsdóttir