Urriðavatnssund 2014
Urriðavatnssundinu 2014 er lokið og fór það fram á laugardaginn. Metskráning var í sundið og luku alls 54 manns sundinu, þar af fóru 49 í landvættarsund sem er 2,5 km.
Starfsfólk UÍA sá um tímatöku í sundinu og var gaman að vera vitni af brautarmeti sem slegið var, en Gunnar Egill Benónýsson sigraði sundið á tímanum 39.34.12. Önnur í mark og sigurvegari í kvennaflokki var Maria Johanna Van Dijk, hún fór sundið á tímanum 41.46.37
í styttri vegalengdunum sigraði Sigrún Ólafsdóttir 400 metra sundið og Sunneva Jóhannsdóttir sigraði í 1250 metrunum.