Unglingalandsmót á Sauðakróki
Dagana 31. júlí - 4. ágúst fer fram 17. Unglingalandsmót UMFÍ og er það haldið á Sauðárkróki þetta árið. Keppt er í fjölmörgum greinum en frekari upplýsingar um þær er hægt að finna á heimasíðu UMFÍ á slóðinni http://umfi.is/category/unglingalandsmotumfi
Skráningafrestur er til miðnættis sunnudaginn 27. júlí og er mótsgjald 6.000 kónur á keppanda, óháð greinafjölda.
Við hvetjum fólk til að nota nafn UÍA á þau lið sem eru skráð til leiks af Austurlandi, meðal annars til þess að hjálpa hvort öðru við að hvetja okkar fólk áfram.
Stefnt er að því að opna tjaldsvæðið fyrir mótsgesti seinnipartinn á miðvikudeginum. Starfsmenn UÍA verða á svæðinu um mótshelgina til stuðnings við þátttakendur sambandsins.
Mótssetning fer fram á föstudagskvöldið 1. ágúst klukkan 20:00 og verður setningin á Sauðárkróksvelli. Þar ganga keppendur UÍA saman inn á völlinn í fylkingu merktir sambandinu.
Skemmtileg dagskrá er fyrir þátttakendur og aðstandendur á unglingalandsmótinu en meðal þess er sögusmiðja, söngsmiðja, kvöldvökur og kynningar á allskyns íþróttum.
Öll skráning fer fram á http://skraning.umfi.is/