Hvað í ósköpunum er ringó?

Kynning á og keppni í, ringó verður á dagskrá Sumarhátíðar í ár, nánar tiltekið á laugardaginn uppúr kl 17:00 í Bjarnadal. Fyrirspurnum hefur ringt yfir skrifstofuna hvaða fyrirbæri sé þarna á ferðinni og von að fólk spyrji, enda um nánast splunkunýja keppnisgrein að ræða hérlendis.

 

Ringó svipar nokkuð til blaks en í stað bolta eru notaðir tveir gúmmíhringir, sem liðin kasta yfir net og reyna að koma í gólf hjá andstæðingnum. Aðeins má grípa hringina með annarri hendi og þar sem tveir hringir eru á lofti í einu verður oft æði mikið líf og fjör á vellinum. Spilað er á blakvelli í fjögurra manna liðum og þátttakendur þurfa ekki að búa yfir neinni sérstakri kunnáttu eða getu annarri en að geta gripið með annarri hendi og kastað yfir netið. Ringó er því frábær íþrótt fyrir fólk á öllum aldri og skemmtilegt hópefli fyrir fjölskyldur, vinahópa og vinnustaði. við hvetjum því sem flesta til að kíkja við í Bjarnadalnum á laugardag, kynna sér málið og láta á fimi sína í ringó reyna.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok