Sumarhátíð 2014
Sumarhátið UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram dagana 11.-13. júlí á Egilsstöðum. Dagskráin er nú að taka á sig skýrari mynd.
Föstudaginn 11. júlí byrjar Eskjumótið í sundi kl 17:00 en einnig verður keppt í borðtennis þann dag.
Laugardaginn 12. júlí heldur Eskjumótið í sundi áfram og stendur það til hádegis. Nettómótið í frjálsum hefst um hádegi á laugardag og stendur það fram eftir degi.
Á laugardeginum verður einnig boðið upp á grillveislu í bjarnadal þar sem boðið verður upp á ýmsa skemmtun.
Sunnudaginn 13. júlí fer fram boccia mót á Vilhjálmsvelli í boði Héraðsprent ásamt því að Nettó mótið í frjálsum heldur áfram.
Eitt þátttökugjald er óháð greinafjölda, 2.000 krónur á keppanda