Fjall UÍA 2014: Lolli

Ákveðið hefur verið að útefna fjallið Lolli sem fjall UÍA 2014, en það var einnig fjall UÍA 2013. Lolli stendur í Norfirði og fyrir þá sem hafa áhuga á því að ganga á fjallið og skoða það nánar þá er gönguferðin bæði þægileg og skemmtileg. Fallegt útsýni er á leiðinni og sést vel yfir byggðina í Neskaupstað.

Hægt er að komast að fjallinu frá þjóðveginum við Skuggahlíð, þar sem ekið er út malarveg framhjá golfvellinum, í suðurhlíð Norðfjarðar að heimreiðinni að bænum Grænanesi þar sem hægt er að leggja bíl.

Lolli stendur nær beint fyrir ofan Grænanes en gönguleið til Hellisfjarðar má finna innan við Lolla í Lollaskarð

Fjall UÍA er valið í tengslum við gönguverkefni UMFÍ, fjölskyldan á fjallið og hvetjum við alla til þess að fara og skoða þetta flotta fjall.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ