Landsliðið á ferðinni
Handboltadagur á Egilsstöðum 19. júní.
Á fimmtudaginn í næstu viku, þann 19. júní ætla nokkrir af okkar flottustu handboltamönnum að taka handboltaæfingar og skemmta sér með krökkum á Egilsstöðum.
Þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson vilja bjóða öllum þeim krökkum sem vilja koma velkomna.
Þátttökugjald af handboltadeginum mun renna óskipt til Barnaspítalans og hægt er að skrá sig á facebook síð handboltadagsins: https://www.facebook.com/landslididaferdinni
Þátttökugjald á handboltadeginum:
1500 kr fyrir 6-12 ára
2000 kr fyrir 13-16 ára
Það er ekki bara þátttökugjaldið sem mun renna til Barnaspítalans því fyrirtækjum gefst einnig tækifæri á því að heita á kappana í svaðilför sinni um landið.
Handboltadagurinn verður haldin í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og hvetjum við alla krakka til að nýta sér þetta tækifæri til þess að kynnast handbolta betur!
Dagskrá
09:00-10:30- Kennsla fyrir 13 til 16 ára
10:30-11:30- Matur og hvíld
11:30-13:00- Yngri þátttakendur spreyta sig
13:00-13:15- Skemmtun með söng og gleði
13:15-14:00- Myndataka og áritanir. Allir sem vilja fá mynd af sér með köppunum
14:00- Landslismennirnir hjóla af stað
Allir krakkar eru velkomnir á handboltadaginn!