Fuðrufatahlaup og fangbrögð á fyrsta degi Frjálsíþróttaskóla

Fyrsti dagur í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ var afar viðburðarríkur og krakkarnir höfðu í nógu að snúast. Þrettán krakkar víðsvegar að af Austurlandi sækja skólann að þessu sinni. Eftir að hafa komið sér fyrir í Nýung, lært nöfn hvers annars og leikið sér var haldið út á völl á fyrstu æfingu en hún innihélt langstökk, furðufataboðhlaup og sitt hvað fleira skemmtilegt.

Eftir hressingu var haldið á Minjasafn Austurlands þar sem hópurinn gægðist inn á sýninguna Sveitin og þorpið og kynntu sér búsetuhætti og atvinnutæki fyrri alda. Að því búnu var haldið aftur á æfingu en í þetta sinn voru hlaup, þrek og hástökk á dagskrá. Gestaþjálfarar voru Anna Katrín Svavarsdóttir hástökkvari og Heiðdís Fjóla Tryggvadóttir sem sá til þess að nemendur tækju vel á því í þrekæfingum. Það voru því örlítið þreyttir en kátir krakkar sem skriðu í heita pottinn í sundlauginni og nut þess að svamla þar fram að kvöldmat. Þegar hópurinn var búinn að skófla í sig kvöldmatnum var haldið út í Tjarnargarð en þar beið Þóroddur Helgason ásamt tveim glímuiðkendum úr glímudeild Vals og kenndu þau krökkunum ýmis glímubrögð. Hópurinn glímdi og tókst á, vel fram eftir kvöldi en þegar síðasti maður féll til jarðar í æsispennandi bændaglímu, hélt hópurinn sína leið í Bjarnadalinn en þar kenndu Heiðdís og Hildur ringó sem krakkarnir voru fljótir að tileinka sér.

Myndir frá fyrsta degi skólans má sjá á Facebooksíðu UÍA

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok