Frjálsíþróttaskóli UMFÍ
í næstu viku, dagana 10.- 14.júní verður haldinn Frjálsíþróttaskóli UMFÍ. UÍA sér um skólann og eru þetta nokkursskonar íþróttasumarbúiðir þar sem boðið er upp á skemmtilega dagskrá.
Skólinn er haldinn á Egilsstöðum og mæting er í félagsmiðstöðina NÝUNG klukkan 13:00 á þriðjudegi og lýkur honum með pítsa partý um hádegi á laugardag. Frjálsar íþróttir skipa stóran sess í búðunum en einnig prófum við aðrar íþróttagreinar og skemmtun okkur í leiðinni!
Farið verður á báta og hesta inn á Hallormsstað á fimmtudeginum. Einnig prófum við bogfimi, glímu, taekwondo, fimleika og fleira skemmtileg.
Skólastjóri fjálsíþróttaskólans er Hildur Bergsdóttir en fær hún ýmsa þjálfara með sér í lið við yfir vikuna.
Skráning er í fullum gangi og er þátttökugjald 20.000 krónur. Innifalið er kennsla, matur, gisting og allar þær ferðir sem farið verður í.
Skráning fer fram hér.
ATH. HAFI EINHVERJIR SENT INN SKRÁNINGU EN EKKI FENGIÐ PÓST FRÁ SKRIFSTOFU UÍA MEÐ UPPLÝSINGUM OG DAGSKRÁ, ÞÁ ENDILEGA SENDIÐ OKKUR LÍNU OG LÁTIÐ VITA AF ÞVÍ.
HÉR MÁ FINNA UMRÆDD GÖGN: DAGSKRÁ SKÓLANS OG UPPLÝSINGABRÉF TIL FORELDRA
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.