Til hamingju með áttræðis afmælið Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson er áttræður í dag, en hann er Austfirðingum og landsmönnum öllum að góðu kunnur fyrir afrek sín í þrístökki, ber þar hæðst silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu 1956. Frjálsíþróttakappar dagsins í dag sjást gjarnan rýna aðdáunarfullir í fótspor Vilhjálms úr stökkinu mikla en sjá má fótspor, mörkuð á Vilhjálmsvelli, sem líkja eftir stökkinu sem spannaði 16,26 m.

 

UÍA sendir Vilhjálmi bestu afmæliskveðjur og þakkar honum fyrir fjölbreytt framlag til íþróttastarfs á Austurlandi og afrek hans á íþróttasviðinu, sem enn í dag fylla Austfirðinga og íþróttafólk um allt land stolti og er þeim hvatning til dáða.

Margir eiga ugglaust eftir að fagna með kappanum í dag og hefur Frjálsíþróttasamband Íslands opnað viðburð á Facebook þar sem landsmönnum gefst kostur á að senda Vilhjálmi kveðjur í tilefni dagsins. Jafnvel láta þess getið hvernig hann og afrek hans hafa veitt hvatningu og innblástur eða gauka þar inn myndum, sögum og fróðleik um meistarann.

Slóð inn á afmæliskveðjur síðuna.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ