Til hamingju með áttræðis afmælið Vilhjálmur Einarsson

Vilhjálmur Einarsson er áttræður í dag, en hann er Austfirðingum og landsmönnum öllum að góðu kunnur fyrir afrek sín í þrístökki, ber þar hæðst silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu 1956. Frjálsíþróttakappar dagsins í dag sjást gjarnan rýna aðdáunarfullir í fótspor Vilhjálms úr stökkinu mikla en sjá má fótspor, mörkuð á Vilhjálmsvelli, sem líkja eftir stökkinu sem spannaði 16,26 m.

 

UÍA sendir Vilhjálmi bestu afmæliskveðjur og þakkar honum fyrir fjölbreytt framlag til íþróttastarfs á Austurlandi og afrek hans á íþróttasviðinu, sem enn í dag fylla Austfirðinga og íþróttafólk um allt land stolti og er þeim hvatning til dáða.

Margir eiga ugglaust eftir að fagna með kappanum í dag og hefur Frjálsíþróttasamband Íslands opnað viðburð á Facebook þar sem landsmönnum gefst kostur á að senda Vilhjálmi kveðjur í tilefni dagsins. Jafnvel láta þess getið hvernig hann og afrek hans hafa veitt hvatningu og innblástur eða gauka þar inn myndum, sögum og fróðleik um meistarann.

Slóð inn á afmæliskveðjur síðuna.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok