Farandþjálfun UÍA farin af stað
Mánudaginn 2. júní bar farandþjálfari UÍA startblokkir, kastáhöld og sitt hvað fleira út í farskjóta sinn og brunaði af stað í farandþjálfun UÍA þetta sumarið.
Góð þátttaka er í verkefniu og alls verða sex staðir heimsóttir. Farandþjálfunin stendur frá 2. júní - 11. júlí en sama dag hefst Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar, sem farandþjálfunnarkappar sumarsins mun að sjálfsögðu fjölmenna á.
Bílaverkstæði Austurlands styrkir farandþjálfun UÍA eins og undanfarin sumur með því að leggja til bíl.
Rúntur farandþjálfarans þetta sumarið er svona:
Mánudagar:
Neisti - Djúpivogur
10 ára og yngri kl 11-12
11 ára og eldri kl 12:15-13:30
Þriðjudagar:
Súlan- Stöðvarfjörður
10 ára og yngri kl 10-11
11 ára og eldri 10-11:30
Leiknir - Fáskrúðsfjörður
10 ára og yngri kl 12:30-13:30
11 ára og eldri kl 12:30-14:00
Miðvikudagur
Þróttur - Neskaupstaður
10 ára og yngri kl 10-11
11 ára og eldri kl 11-12
Valur - Reyðarfjörður
11 ára og eldri kl 13-14:30
Fimmtudagur
Einherji - Vopnafjörður
10 ára og yngri kl 10-11
11 ára og eldri kl 11-12:30
Föstudagur
Þróttur - Neskaupstaður
10 ára og yngri kl 10-11
11 ára og eldri kl 11-12
Valur - Reyðarfjörður
11 ára og eldri kl 13-14:30
Farandþjálfari er Hildur Bergsdóttir
Formenn ungmennafélaganna á hverjum stað fyrir sig gefa nánari upplýsingar um skráningar og þess háttar.