Meistaramót UÍA í sundi 2014
Síðastliðinn laugardag fór fram meistaramót UÍA í sundi á Eskifirði. Mótið var vel sótt og voru um 80 keppendur sem tóku þátt. Keppt rúmlega 50 greinum, keppendur voru á aldrinum 6-17 ára og yngri, því var mikið fjör á staðnum.
Austri sigraði stigakeppni sem fór fram milli liðana en önnur lið sem tóku þátt voru Höttur, Leiknir, Þróttur og Neisti. Sprettur sporlangi lukkudýr UÍA mætti á staðinn og sá hann um að veita yngstu sundköppunum viðurkenningu fyrir þátttöku.
Þeir sem hlutu afreksverðlaun fyrir árangur á mótinu voru:
Sunneva María Pétursdóttir Austra í flokki 11-12 ára
Trausti Dagbjartsson Hetti í flokki 11-12 ára
Kamilla María Björgvinsdóttir Neista í flokki 13-14 ára
Jökull Logi Sigurbjarnarson Austra í flokki 15-17 ára
Nánari úrslit frá mótinu er hægt að sjá hér
Myndir af mótinu má sjá á facebooksíðu UÍA.
Egersund styrkti mótið og þeim, ásamt öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn, við framkvæmd mótsins eru færðar bestu þakkir.