Meistaramót UÍA í sundi 2014

Síðastliðinn laugardag fór fram meistaramót UÍA í sundi á Eskifirði. Mótið var vel sótt og voru um 80 keppendur sem tóku þátt. Keppt rúmlega 50 greinum, keppendur voru á aldrinum 6-17 ára og yngri, því var mikið fjör á staðnum.

Austri sigraði stigakeppni sem fór fram milli liðana en önnur lið sem tóku þátt voru Höttur, Leiknir, Þróttur og Neisti. Sprettur sporlangi lukkudýr UÍA mætti á staðinn og sá hann um að veita yngstu sundköppunum viðurkenningu fyrir þátttöku.

Þeir sem hlutu afreksverðlaun fyrir árangur á mótinu voru:

Sunneva María Pétursdóttir Austra í flokki 11-12 ára
Trausti Dagbjartsson Hetti í flokki 11-12 ára
Kamilla María Björgvinsdóttir Neista í flokki 13-14 ára
Jökull Logi Sigurbjarnarson Austra í flokki 15-17 ára

Nánari úrslit frá mótinu er hægt að sjá hér

Myndir af mótinu má sjá á facebooksíðu UÍA.

Egersund styrkti mótið og þeim, ásamt öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóginn, við framkvæmd mótsins eru færðar bestu þakkir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok