„Strandamaðurinn sterki", nýtt mót á Vilhjálmsvelli
Helgina 31. maí - 1. júní fer fram nýtt mót á Vilhjálmsvelli. Hreinn Halldórsson og UÍA standa saman að mótinu og er það stórkastmót sem ber nafnið Strandamaðurinn sterki. Nokkrir af fremstu kösturum landsins hafa boðað komu sína. Meðal þeirra er Óðinn Björn Þorsteinsson sem er einn fjögurra Íslendinga sem hafa varpað kúlunni yfir 20 metrana og keppti hann fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Lundúnum.
Keppt verður í eftirfarandi greinum og flokkum á mótinu:
Kúluvarp (piltar og stúlkur 16-17 ára, piltar og stúlkur 18-19 ára og karlar og konur 20 ára og eldri)
Spjótkast (piltar og stúlkur 16-17 ára, karlar og konur 18 ára og eldri)
Kringlukast (piltar og stúlkur 16-17 ára, piltar og stúlkur 18-19 ára og karlar og konur 20 ára og eldri)
400 m hlaup (karlar og konur 16 ára og eldri)
200 m hlaup (karlar og konur 16 ára og eldri)
Langstökk (karlar og konur 16 ára og eldri)
Þrístökk (karlar og konur 16 ára og eldri)
Þátttökugjald er 500 kr á keppenda óháð greinafjölda.
Yfirdómari mótsins er Hreinn Halldórsson s: 8665582
Tímaseðill liggur fyrir í mótaforriti FRÍ innan tíðar og skulu skráningar berast þangað eða á skrifstofu UÍA í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353. Þar má einnig fá nánari upplýsingar um mótið.
Glæsileg austfirsk verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki