Gleði og góður árangur á Vormóti FSÍ
Um síðustu helgi var Vormót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum haldið á Akureyri. Þetta er síðasta mót vetrarins hjá keppendum 9-15 ára. Fimleikadeild Hattar sendi 43 keppendur. Keppendur á aldrinum 9-13 ára.
Auður Vala Gunnarsdóttir, yfirþjálfari hjá Hetti, er mjög sátt við veturinn ,,Veturinn hefur verið mjög viðburðaríkur og keppendur okkar eru að gera góða hluti og við erum að ná að halda í við stærstu félögin í yngri flokkunum okkar sem er alveg frábært".
Að þessu sinni var mjög þægilegt að fara á mót þar sem mótið var á Akureyri og því margir foreldrar sem fylgdu börnunum sínum og mikil stemmning á mótsstað.
Úrslit mótsins voru á þessa leið:
5 flokkur - stúlkur fæddar 2005.
1.sæti Stjarnan
2.sæti Fimak
3.sæti Höttur
4.flokkur A-deild - stúlkur fæddar 2003-2004
Höttur átti tvö lið í þessum flokk, Höttur 2 vann sig upp um deild á íslandsmóti í febrúar og alveg frábært fyrir Hött að eiga 2 lið í A deild þar sem sterkustu lið landsins etja kappi.
1. sæti Selfoss A
2. sæti Gerpla 1.
3. sæti Höttur 1 .
4. sæti Fima 1
5. sæti Selfoss C
6. sæti Fimak 1.
7. sæti Höttur 2.
3.flokkur A-deild - stúlkur fæddar 2002-2001
1. sæti Selfoss
2. sæti Stjarnan
3. sæti Gerpla 1.
4. sæti Höttur 1.
3.flokkur B-deild
1. sæti FIMAK
2. sæti Björk
3. sæti Fjölnir
4. sæti Stjarnan
5. sæti Höttur 2.