Flott keppni á Austurland Open

Fyrsta opna Austurlandsmótið í bogfimi var haldið 17. maí í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Bæði austfirsku skotfélögin þ.e. Skotfélag Austurlands og Skotfélagið Dreki, hafa komið bogfimideildum á laggirnar innan sinna vébanda.

Ríflega tuttugu keppendur víðsvegar að af landinu skráðu sig til leiks en auk heimamanna í Skaust og Drekanum mættu keppendur frá Boganum, ÍFR, Eflingu og UMF Tindastól.

 

Keppt var í sveigbogaflokki og trissubogaflokki og má sjá úrslitin hér.

Þó skammt sé síðan að austfirðingar hófu að munda boga, þá er greinin í örum vexti og hefur okkar fólk náð góðum árangri á landsvísu. Nú í lok apríl fór fram Íslandsmót í bogfimi í Kópavogi, þar skipuðu félagar frá Dreka sér í öll þrjú verðlaunasætin í byrjendaflokki trissuboga Friðrik Fjalarson hreppti gullið, Njáll Andersen Pétursson tók silfrið og Helgi Rafnsson bronsið. Jón Gunnarsson frá Skaust sigraði í byrjendaflokki sveigboga.

 

Meðfylgjandi myndir eru af keppni og verðlaunaafhendingu á Austurland Open og eru fengnar af heimasíðum Dreka og Skaust.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ