Flott keppni á Austurland Open

Fyrsta opna Austurlandsmótið í bogfimi var haldið 17. maí í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Bæði austfirsku skotfélögin þ.e. Skotfélag Austurlands og Skotfélagið Dreki, hafa komið bogfimideildum á laggirnar innan sinna vébanda.

Ríflega tuttugu keppendur víðsvegar að af landinu skráðu sig til leiks en auk heimamanna í Skaust og Drekanum mættu keppendur frá Boganum, ÍFR, Eflingu og UMF Tindastól.

 

Keppt var í sveigbogaflokki og trissubogaflokki og má sjá úrslitin hér.

Þó skammt sé síðan að austfirðingar hófu að munda boga, þá er greinin í örum vexti og hefur okkar fólk náð góðum árangri á landsvísu. Nú í lok apríl fór fram Íslandsmót í bogfimi í Kópavogi, þar skipuðu félagar frá Dreka sér í öll þrjú verðlaunasætin í byrjendaflokki trissuboga Friðrik Fjalarson hreppti gullið, Njáll Andersen Pétursson tók silfrið og Helgi Rafnsson bronsið. Jón Gunnarsson frá Skaust sigraði í byrjendaflokki sveigboga.

 

Meðfylgjandi myndir eru af keppni og verðlaunaafhendingu á Austurland Open og eru fengnar af heimasíðum Dreka og Skaust.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok