Frjálsíþróttaskóli UMFÍ; allskonar íþróttir fyrir allskonar íþróttakrakka!
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður haldinn á Egilsstöðum 10.-14. júní.
Eins og undanfarin ár sér UÍA um skólann í samstarfi við UMFÍ og FRÍ. Um nokkurs konar íþróttasumarbúðir er að ræða þar sem þátttakendur eru saman allan tímann og gisting og matur innifalið í pakkanum. Þátttakendur koma saman um hádegi á þriðjudegi (þar sem mánudagurinn er annar í Hvítasunnu) og skólanum lýkur með pompi og prakt á laugardag.
Skólinn er ætlaður fyrir 11 og eldri og hentar hvoru tveggja byrjendum sem og þrautreyndum frjálsíþróttakrökkum. Í skólanum gefst þátttakendum kostur á að æfa við bestu aðstæður og undir leiðsögn reyndra þjálfara.
Þó frjálsar íþróttir skipi veglegan sess í dagskrá skólans þá er fjölbreytinin engu að síður í fyrirrúmi.
Í gegnum tíðina hefur verið farið í strandblak, taekwondo, glímu, forníþróttir, á hestbak, í bátsferð, fjallgöngu, skylmingar, golf og fleira og fleira.
Þátttökugjald er 20.000 kr og innifalið í því er kennsla, fæði, gisting og allar ferðir sem farið verður í.
Hildur Bergsdóttir verður skólastjóri í skólanum, og fær til liðs við sig ýmsa þjálfara, bæði í frjálsum íþróttum og öðrum greinum.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Skráning fer fram hér á heimasíðu UMFÍ.
Hér má sjá fréttir úr skólanum í fyrra og þeir sem vilja grúska enn frekar geta leitað að af fleiri fréttum úr skólanum undir flipanum fréttir hér á síðunni og slegið inn leitarorðið frjálsíþróttaskóli.