Kynningar á Landsmóti UMFÍ 50+
Sigurður Gumundsson landsfulltrúi UMFÍ heimsækir Austurland miðvikudaginn 14. maí næstkomandi og kynnir Landsmót 50+ sem haldið verður á Húsavík 20.-22. júní nú í sumar. Auk þess að veita upplýsingar um allt sem viðkemur Landmótinu mun Sigurður drífa mannskapinn með sér í ringó sem er ein af fjölmörgum keppnisgreinum mótsins.
Landsmót 50+ er það nýjasta í Landsmótaflóru UMFÍ og hefur notið vaxandi vinsælda, enda leikgleði og fjölbreytt skemmtun stór hluti dagskrár mótanna, samhliða keppni í hinum ýmsu greinum sígildum sem nýstárlegum.
UÍA vonast til að eiga vænan keppendahóp á mótinu hjá nágrönnum okkar í sumar, enda stutt að fara.
Kynningar fara fram á þrem stöðum:
Í Neskaupstaði kl 12:00 í Verkmenntaskóla Austurlands, fyrirlestrarstofu 1, ringófjör í íþróttahúsinu að kynningu lokinni.
Á Egilsstöðum kl 18:00 í Egilsstaðaskóla, ringófjör í íþróttahúsinu að kynningu lokinni.
Á Vopnafirði kl 20:30, Magnús Már formaður Einherja veitir nánari upplýsingar um staðsetningu.
Við hvetjum alla sem áhuga hafa á mótinu til að fjölmenna.
Skráning á Landsmót 50+ er hafin og hægt er að skrá sig og fá frekari upplýsingar á heimasíðu UMFÍ. Nánari upplýsingar um keppnisgreinina ringó og allar hinar má finna hér.