Kynningar á Landsmóti UMFÍ 50+

Sigurður Gumundsson landsfulltrúi UMFÍ heimsækir Austurland miðvikudaginn 14. maí næstkomandi og kynnir Landsmót 50+ sem haldið verður á Húsavík 20.-22. júní nú í sumar. Auk þess að veita upplýsingar um allt sem viðkemur Landmótinu mun Sigurður drífa mannskapinn með sér í ringó sem er ein af fjölmörgum keppnisgreinum mótsins.

 

Landsmót 50+ er það nýjasta í Landsmótaflóru UMFÍ og hefur notið vaxandi vinsælda, enda leikgleði og fjölbreytt skemmtun stór hluti dagskrár mótanna, samhliða keppni í hinum ýmsu greinum sígildum sem nýstárlegum.

UÍA vonast til að eiga vænan keppendahóp á mótinu hjá nágrönnum okkar í sumar, enda stutt að fara.

Kynningar fara fram á þrem stöðum:

Í Neskaupstaði kl 12:00 í Verkmenntaskóla Austurlands, fyrirlestrarstofu 1, ringófjör í íþróttahúsinu að kynningu lokinni.

Á Egilsstöðum kl 18:00 í Egilsstaðaskóla, ringófjör í íþróttahúsinu að kynningu lokinni.

Á Vopnafirði kl 20:30, Magnús Már formaður Einherja veitir nánari upplýsingar um staðsetningu.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa á mótinu til að fjölmenna.

Skráning á Landsmót 50+ er hafin og hægt er að skrá sig og fá frekari upplýsingar á heimasíðu UMFÍ. Nánari upplýsingar um keppnisgreinina ringó og allar hinar má finna hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok