Snjóþungur, skrykkjóttur en skemmtilegur skíðavetur að baki

Að baki er snjóþungur skíðavetur þar sem bæði veður og tækjabúnaður áttu það til að stríða skíðafólki meira en góðu hófi gegnir. Engu að síður lauk vetrinum með stæl og skíðakappar stíga sinn í sumarið með bros á vör, og minningar um skemmtileg og vel heppnuð mót heima og heiman.

 

Austurlandsmót UÍA á skíðum fór fram í Stafdal 5. og 14. apríl en fresta þurfti seinni mótsdegi vegna veðurs. 14. apríl var auk þess nýttur til að klára Fjarðaálsmót sem einnig hafði þurft að fresta vegna veðurs. Bæði mótin gengu vel en keppt var í flokkum 10 ára og yngri og 11 ára og eldri. Sprettur Sporlangi heimsótti Austurlandsmótið, brá sér á skíði og þótti sína undraverða fimi.

Dagana 23. – 26. apríl fóru Andrésar Andarleikarnir fram á Akureyri. Héðan að austan fór stór og myndarlegur hópur, en Skíðafélag Fjarðabyggðar átti um 60 keppendur og Skíðafélagið í Stafdal tæplega 40.

Veðrið lék við mótsgesti með sól og blíðu. Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega og gerðu sitt besta þrátt fyrir að eiga að baki brösulegan skíðavetur. Austfirðingar áttu marga fulltrúa á verðlaunapalli og allir höfðu gaman af fjölbreyttu móti en bæði var keppt í alpa- og brettagreinum. Þó alpagreinar hafi átt meiru fylgi að fagna hér eystra þá eignuðumst við engu að síður Andrésarmeistara í Brettakrossi 13-14 ára en þar var á ferð Ísabella Ethel Kristjánsdóttir Skíðafélagi Fjarðabyggðar.

Þó svo að starfi skíðafélaganna sé að mestu lokið þennan veturinn má benda á að enn er hægt að renna sér af hjartans list um Oddsskarð en þar er opið allar helgar fram á mitt sumar, nógur er snjórinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok