Æfingabúðir í frjálsum íþróttum

Frjálsíþróttadeild Hattar og Frjálsíþróttaráð UÍA standa fyrir æfingabúðum fyrir frjálsíþróttakrakka á Austurlandi helgina 16.-18.  maí. Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari ÍR heimsækir okkur og sér um æfingar auk þjálfara héðan af svæðinu. Þráinn er einn af fremstu frjálsíþróttaþjáflurum landsins og hefur átt sinn þátt í afrekum margra af þekktustu frjálsíþróttamanna og -kvenna landsins.

 

Þátttakendur gista saman í Nýung og verður séð fyrir mat. Dagskrá æfingabúðanna er tvískipt annars vegar fyrir 14 ára og eldri sem mæta til leiks strax á föstudagsseinnipart og hinsvegar fyrir 11-13 ára en þeirra dagskrá hefst á laugardagsmorgunn.

Vert er að vekja sérstaka athygli á að kl 20:30 á föstudagskvöld verður Þráinn með áhugaverðan fyrirlestur um frjálsíþróttaþjálfun barna og unglinga og uppbyggingu frjálsíþróttastarfs innan félaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Þátttökugjald æfingabúðanna er 2500 kr. Skráning er hafin og skulu skráningar berast á skrifstofu UÍA á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353.

Dagskrá æfingabúða 14 ára og eldri:

Föstudagur

18:00-20:00 Æfing  

Spretthlaupstækni, grindahlaupstækni, boðhlaupstækni,

tíðniæfingar, styrkjandi æfingar fyrir spretthlaup,

hoppæfingar.  Áfangaþjálfun fyrir millilengdahlaup.

 

20:30-22:30 Fræðilegur fyrirlestur og umræður. Opinn fundur fyrir foreldra og alla sem hafa áhuga.

Frjálsíþróttaþjálfun barna og unglinga

Vöxtur og þroski

Grunnreglur þjálfunar

Að byggja upp og leiða frjálsíþróttastarf í félagi

Laugardagur

10:00-12:00 Æfing

Kúluvarpstækni, kringlukaststækni, spjótkaststækni,

sleggjukaststækni.

Tækniæfing í spretthlaupum, grindahlaupum og boðhlaupi

 

13:00-16:00 Fræðilegur fyrirlestur og umræður

Spretthlaupsþjálfun, grindahlaupsþjálfun, boðhlaup

Millilengda og langhlaupaþjálfun barna og unglinga

Þjálfun kastgreina

 

17:00-19:00 Æfing

Hástökkstækni, langstökkstækni, þrístökkstækni,

stangarstökkstækni.

Áfangaþjálfun fyrir spretthlaup

Þrekæfing (allir saman)

20:00-22:00

Spjall með Úrvalshópnum frá 20 – 21. Um hugarþjálfun, hvað þau geta gert til að ná sem bestu árangri og annað sem þau hafa áhuga á að spyrja um.  Aðrir í Nýjun og svo bíó í Nýjung eftir 21.

 

Sunnudagur

10:00-12:00 Æfing  

Tækniæfing allar greinar.  Farið yfir atriði sem æfð voru

á föstudag og laugardag

 

13:00-15:00 Fræðilegur fyrirlestur og umræður

Þjálfun stökkgreina

Lyftingaþjálfun fyrir frjálsíþróttir

Sprengikraftsþjálfun

 

Dagskrá æfingabúða fyrir 11-13 ára.

Laugardagur

13-15 Æfing á velli – stökk.

15-16:30 Kaffi í nýjung og smá slökun.

16:30 – 18:30 Æfing á velli – köst.

19 Nýjung með eldri hópnum

Sunnudagur

10 -12 Æfing á velli –hlaup.

12-13 Hádegismatur.

13 – 15 Sund.

 

HT hús, Birta Gistihús, Subway, Dekkjahöllin, Mannvit, Nói Síríus, Fellabakarí, Síldarvinnslan, Fljótsdalshérað, Loðnuvinnslan, Launafl, Bílamálun, Frysti- og kæliþjónusta Heimis og Atlansolía eru styktaraðilar búðanna og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok