Vormót í sundi og þjálfaranámskeið á Djúpavogi
Mikið verður um að vera hjá sundfólki um næstu helgi en þá fer fram Vormót UMF Neista og Vísis í sundlauginni á Djúpavogi þann 10 maí. Sömu helgi verður Brian Marshall með þjálfaranámskeið í sundi.
Vormót UMF Neista og Vísis, helstu upplýsingar:
Upphitun hefst kl 9 og mótið kl 10.
Þátttökugjald er 500kr á hvern keppanda.
Þátttökuverðlaun eru veitt 10 ára og yngri en hjá 11 ára og eldri eru veitt verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti.
Keppt verður í:
8 ára og yngri 9-10 ára 11-12 ára
16m skriðsundi 50m skriðsundi 50m skriðsundi
16m bringusundi 50m bringusundi 50m bringusundi
16m baksundi 50m baksundi 50m baksundi
16 m flugsundi 16m flugsundi 50m flugsundi
13-14 ára 15-17 ára Boðsund
100m skriðsundi 100m skriðsundi 4*50m boðsund 14 ára og yngri
100m bringusundi 100m bringusundi
50m baksundi 50m baksundi
50m flugsundi 50m flugsundi
UMF Neisti verður með veitingasölu á staðnum. Skráning á mótið er hafið og er til 7 maí
Nánari upplýsingar um mótið og skráningu í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hjá Sveini í síma 8671477.
Þjálfaranámskeið, helstu upplýsingar:
Sömu helgi heldur Brian Marshall námskeið fyrir sundþjálfara og þá sem hafa áhuga á sundþjálfun.
Á námskeiðinu verður farið í
-
Aðferðir til að skipuleggja æfinga- og keppnistímabil.
-
Orkukerfi líkamans og hvernig það tengist æfingum.
-
Að nota æfingahringi til að ná árangri (4 vikna og 7 vikna æfingahringir).
-
Að skrifa árangursríkar æfingar.
-
Hlutverk þjálfarans á sundmótum.
-
Að byggja upp sunddeild/sundfélag
-
Farið í helstu villur sem sundmenn gera og hvernig hægt er að leiðrétta þær.
Dagskrá
Föstudagur kl 17:30 – 21:00
Laugardagur kl 14:00 – 17:00
Sunnudagur kl 10:00 – 11:30 Farið í helstu villur og þær leiðréttar.
Námskeiðið er frítt og hægt er að fá gistingu í skólanum.
Skráning og frekari upplýsingar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8671477 (Sveinn)