Vormót í sundi og þjálfaranámskeið á Djúpavogi

Mikið verður um að vera hjá sundfólki um næstu helgi en þá fer fram Vormót UMF Neista og Vísis í sundlauginni á Djúpavogi þann 10 maí. Sömu helgi verður Brian Marshall með þjálfaranámskeið í sundi.

Vormót UMF Neista og Vísis, helstu upplýsingar:

Upphitun hefst  kl 9 og mótið kl 10.

Þátttökugjald er 500kr á hvern keppanda.

Þátttökuverðlaun eru veitt 10 ára og yngri en hjá 11 ára og eldri eru veitt verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti.

Keppt verður í:

8 ára og yngri 9-10 ára 11-12 ára

16m skriðsundi 50m skriðsundi 50m skriðsundi

16m bringusundi 50m bringusundi 50m bringusundi

16m baksundi 50m baksundi 50m baksundi

16 m flugsundi 16m flugsundi 50m flugsundi

 

13-14 ára 15-17 ára Boðsund

100m skriðsundi 100m skriðsundi 4*50m boðsund   14 ára og yngri

100m bringusundi 100m bringusundi

50m baksundi 50m baksundi

50m flugsundi 50m flugsundi

UMF Neisti verður með veitingasölu á staðnum. Skráning á mótið er hafið og er til 7 maí

Nánari upplýsingar um mótið og skráningu í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hjá Sveini í síma 8671477.

 

Þjálfaranámskeið, helstu upplýsingar:

Sömu helgi heldur Brian Marshall námskeið fyrir sundþjálfara og þá sem hafa áhuga á sundþjálfun.

Á námskeiðinu verður farið í

  • Aðferðir til að skipuleggja æfinga- og keppnistímabil.

  • Orkukerfi líkamans og hvernig það tengist æfingum.

  • Að nota æfingahringi til að ná árangri (4 vikna og 7 vikna æfingahringir).

  • Að skrifa árangursríkar æfingar.

  • Hlutverk þjálfarans á sundmótum.

  • Að byggja upp sunddeild/sundfélag

  • Farið í helstu villur sem sundmenn gera og hvernig hægt er að leiðrétta þær.


Dagskrá

Föstudagur kl 17:30 – 21:00

Laugardagur kl 14:00 – 17:00

Sunnudagur kl 10:00 – 11:30 Farið í helstu villur og þær leiðréttar.

Námskeiðið er frítt og hægt er að fá gistingu í skólanum.

Skráning og frekari upplýsingar í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8671477 (Sveinn)

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok