Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar hf MYNDIR OG ÚRSLIT

Það var líf og fjör í íþróttahúsi Fáskrúðsfjarðar í gær þegar Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar í frjálsum íþróttum fór þar fram. Þátttaka var afar góð en um 60 sprækir krakkar á aldrinum 3-10 ára, frá Leikni, Val, Þróttir, Þristi, Hetti, Súlunni og Neista, léku þar á alls oddi ásamt gómsætum gestum.

 

Mótið hófst með upphitun undir stjórn gulrótar sem greinilega kunni sitt hvað fyrir sér. Að því búnu spreyttu þátttakendur sig í spretthlaupi, langstökki án atrennu og boltakasti. Að lokum hefðbundunum greinum var æsilegt þrautaboðhlaup milli stráka og stelpna og nötruðu rúður íþróttahússins þegar hvatingarhrópin létu sem hæst. Fyrirliðar boðhlaupssveitanna þeir Ananas og Banani voru afar ánægðir með frammistöðu síns fólks sem og eigin tilþrif en þeir tóku fyrsta sprettinn fyrir sínar sveitir. Í mótslok fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjal og broshýran banana til að gæða sér á, eftir erfiðið.

Mótið sem var samstarfsverkefni Frjálsíþróttaráðs UÍA og Frjálsíþróttadeildar Leiknis gekk afar vel fyrir sig, enda lagði fjöldi vaskra foreldra hönd á plóg.

Myndir frá mótinu má finna hér í myndasafni á heimasíðu UÍA. Við höfum þó fengið ábendingar um að tæknin sé stundum að stríða þeim sem skoðar myndasöfnin á heimasíðunni svo myndirnar birtast einnig hér á facebooksíðu UÍA.

Árangur þátttakenda má sjá hér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok