Mótaskrá sundráðs UÍA í sumar
Sundráð UÍA hefur sent frá sér mótaskrá fyrir sumarið, kennir þar ýmissa grasa og auðséð að sundfólk á Austurlandi mun hafa í nógu að snúast í sumar.
10. maí Vormót Neista og Vísis. Upphitun hefst kl 9 og mótið kl 10. Mótið er ætlað 17 ára og yngri. Keppt verður í skriðsundi, baksundi, bringusundi og flugsundi, auk 50 m boðsunds hjá 14 ára og yngri. Öll sund hjá 8 ára og yngri eru 16 m, 9-10 ára og 11-12 ára synda 50 m og 13-14 ára og 15-17 ára synda 100 m.
Sömu helgi og í tengslum við mótið fer fram þjálfaranámskeið undir stjórn Brian Marshalls.
24.-25. maí Meistaramót UÍA. Fer fram á Eskifirði ætlað 17 ára og yngri.
12.-13. júlí Sumarhátíð UÍA. Egilsstöðum, sundkeppni fyrir alla aldursflokka. Keppnisgreinar verða þær sömu og undanfarin ár og má sjá þær hér.
27.-28. september Haustmót. Neskaupstað.
Sundkeppendur UÍA stefna aukin heldur á þátttöku í mótum utan fjórðungs og munu væntanlega stinga sér til sunds á Landsmóti 50+ á Húsavík 21.-22. júní og á ULM á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina, sem og á AMÍ. Þátttaka okkar fólks á stærri mótum á landsvísu hefur aukist verulega undanfarin ár og má rekja það til úrvalshóps UÍA í sundi og þess markvissa uppbyggingarstarfs sem sundráð UÍA hefur staðið fyrir.