Mótaskrá sundráðs UÍA í sumar

Sundráð UÍA hefur sent frá sér mótaskrá fyrir sumarið, kennir þar ýmissa grasa og auðséð að sundfólk á Austurlandi mun hafa í nógu að snúast í sumar.

 

10. maí Vormót Neista og Vísis. Upphitun hefst  kl 9 og mótið kl 10. Mótið er ætlað 17 ára og yngri. Keppt verður í skriðsundi, baksundi, bringusundi og flugsundi, auk 50 m boðsunds hjá 14 ára og yngri. Öll sund hjá 8 ára og yngri eru 16 m, 9-10 ára og 11-12 ára synda 50 m og 13-14 ára og 15-17 ára synda 100 m.

Sömu helgi og í tengslum við mótið fer fram þjálfaranámskeið undir stjórn Brian Marshalls.

24.-25. maí Meistaramót UÍA. Fer fram á Eskifirði ætlað 17 ára og yngri.

12.-13. júlí Sumarhátíð UÍA. Egilsstöðum, sundkeppni fyrir alla aldursflokka. Keppnisgreinar verða þær sömu og undanfarin ár og má sjá þær hér.

27.-28. september Haustmót. Neskaupstað.

Sundkeppendur UÍA stefna aukin heldur á þátttöku í mótum utan fjórðungs og munu væntanlega stinga sér til sunds á Landsmóti 50+ á Húsavík 21.-22. júní og á ULM á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina, sem og á AMÍ. Þátttaka okkar fólks á stærri mótum á landsvísu hefur aukist verulega undanfarin ár og má rekja það til úrvalshóps UÍA í sundi og þess markvissa uppbyggingarstarfs sem sundráð UÍA hefur staðið fyrir.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok