Mótaskrá frjálsíþróttaráðs UÍA

Frjálsíþróttaráð UÍA fundar grimmt um þessar mundir enda móta- og viðburðaskrá sumarsins verið í mótun. Nú liggur hún fyrir og ljóst að nóg verður um að vera hjá frjálsíþróttafólkinu okkar í sumar.

 

1. maí Ávaxtamót UÍA og Loðnuvinnslunnar fyrir 10 ára og yngri. Íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði, hefst kl 12:00. Keppt í flokkum 8 ára og yngri og 9-10 ára í langstökki án atrennu, boltakasti, spretthlaupi og þrautabraut.

16.-18. maí. Æfingabúðir með Þráini Hafsteinssyni. Á Egilsstöðum ætlað 11 ára og eldri.

31. maí - 1. júní. Strandamaðurinn sterki stórkastaramót. Vilhjálmsvelli. Nánar auglýst síðar.

4. júní 1. Greinamót UÍA og HEF. Vilhjálmsvöllur. Keppt í flokkum 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri í hástökki, 100 m hlaupi, 800 m hlaupi og kúluvarpi. Hefst kl 18:00

10.-14. júní Frjálsíþróttaskóli UMFÍ fyrir 11 ára og eldri.

25. júní 2. Greinamót UÍA og HEF. Vilhjálmsvelli. Keppt í flokkum 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri í kringlukasti, 300 m grindahlaupi, langstökki og sleggjukasti. Hefst kl 18:00.

7. júlí Samæfing á Vilhjálmsvelli fyrir allan aldur.

11.-13. júlí Sumarhátíð UÍA. Vilhjálmsvelli. Keppt í flokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára,11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Greinar auglýstar síðar.

16. júlí 3. Greinamót UÍA og HEF. Vilhjálmsvelli. Keppt í flokkum 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri í  100 m grindahlaupi, spjótkasti, 200 m hlaupi og þrístökki. Hefst kl 18:00.

28. júlí Samæfing á Vilhjálmsvelli fyrir 11 ára og eldri

20. ágúst Spretts sporlangamóti. Vilhjálmsvelli. Keppt í flokkum 8 ára og yngri og 9-10 ára í 60 m hlaupi, langstökki, 400 m hlaupi, boltakasti og þrautabraut. Hefst kl 17:00

Fyrirspurnir berist á netfang UÍA This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353.

 

Þó svo að nóg verði við að vera hér eystra mun frjálsíþróttafólkið okkar einnig sækja mót utan fjórðungs og eru hér talin þau helstu:

21.-22. júní Landsmót 50+ á Húsavík.

28.-29. júní Sumarleikar HSÞ Laugum

26.-27. júlí MÍ 15-22 ára Selfossi

31. júlí- 4. ágúst ULM Sauðárkróki

16.-17. ágúst MÍ 11-14 ára Akureyri

24. ágúst Bikarmót 15 ára og yngri Laugar


Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ