Hraustleg hross og knáir knapar í Fossgerði
Hestamenn og -konur hér eystra höfðu í nógu að snúast síðastliðna helgi en þá fór fram íþróttamót og unghrossakeppni í Fossgerði og tókst hvoru tveggja vonum framar að sögn mótshaldara. Veðrið lék hross og menn, áhorfendur nutu lífsins og starfsmenn mótsins unnu saman að því að gera þetta mót eftirminnilegt og skemmtilegt. Á íþróttamótinu kepptu knapar á öllum aldri, og víða mátti sjá falleg tilþrif.
Úrslit íþróttamótsins má sjá hér á heimasíðu Freyfaxa.
Í Unghrossakeppninni mátti sjá að ekki þarf að örvænta í hrossaræktinni á Austurlandi. Keppnin setti skemmtilegan svip á mótið og voru hrossin mjög frambærileg og falleg. Hægt er að segja að það hafi næstum verið öll litaflóra íslenska hestsins og var mjög gaman að sjá fjölbreytnina í þeim efnum.
Úrslit unghrossakeppninnar má sjá hér á heimasíðu Freyfaxa.